Erlent

Þrír létust í flugskeytaárás Ísraela

MYND/AP

Að minnsta kosti þrír Palestínumenn féllu í flugskeytaárás Ísraela á bifreið í Jabalya flóttamannabúðunum á Gaza í gærkvöld. Ísraelar segja að í bílnum hafi verið liðsmenn palestínsku samtakanna Heilagt stríð. Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, sagði í gær að hann ætli að fresta þingkosningum sem eiga að vera í Palestínu síðar í þessum mánuði, banni Ísraelar Palestínumönnum sem búa í Austur-Jerúsalem að taka þátt í kosningunum. Átök milli Palestínumanna og Ísraela fara nú harðnandi en samtökin Heilagt stríð hafa lýst ábyrgð á sex síðustu sjálfsmorðsárásum í Ísrael og jafnframt sagt að samningur um vopnahlé verði ekki endurnýjaður en hann rann út í fyrradag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×