Erlent

Mikil flóð í Kaliforníu um helgina

Þessi fjölskylda í Guerneville í Kaliforníu þurfti að yfirgefa heimili sitt á báti vegna flóðanna í Kaliforníu.
Þessi fjölskylda í Guerneville í Kaliforníu þurfti að yfirgefa heimili sitt á báti vegna flóðanna í Kaliforníu. MYND/AP

Allt er á floti víða í norðanverðri Kaliforníu eftir að tveir stormar gengu þar yfir um helgina. Hundruð heimila og fyrirtækja eru komin á kaf eftir að vatnsmiklar ár flæddu yfir bakka sína. Íbúar margra bæja unnu við það í gær að hreinsa upp eftir flóðin en máttu margir hverjir láta undan þegar flæddi í annað sinn. Sums staðar var eina leiðin til að komast á milli staða sú að fara um á bátum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×