Vísitala byggingarkostnaðar, reiknuð eftir verðlagi um miðjan apríl, er 329,4 stig og hefur hún hækkað um 1,07 prósent frá síðasta mánuði. Vísitalan gildir fyrir maí. Að sögn Hagstofunnar hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 5,3 prósent síðastliðna 12 mánuði.