Sáttir við uppgjör 28. júlí 2006 06:00 Bankastjórar Landsbankans, Halldór J. Kristjánsson og Sigurjón Þ. Árnason Hagnaður bankans, 6,1 milljarður á öðrum ársfjórðungi, var umfram spár markaðarins. MYND/hari Hagnaður Landsbankans á öðrum ársfjórðungi nam 6.143 milljónum króna og hagnaðist bankinn því um 20,4 milljarða króna á fyrri hluta ársins. Afkoma bankans er tæpum einum milljarði betri en meðaltalsspár markaðsaðila gerðu ráð fyrir. Til samanburðar hagnaðist Landsbankinn um 11,1 milljarð króna á fyrri hluta ársins í fyrra. Nam arðsemi eigin fjár fjörutíu prósentum á ársgrundvelli á fyrstu sex mánuðum ársins. Rétt eins og í tilfelli KB banka, sem einnig skilaði uppgjöri umfram spár, lækkuðu bréf Landsbankans eftir uppgjörið. Sigurjón Þ. Árnason bankastjóri Landsbankans er sáttur: Hagnaðurinn á ársfjórðungnum er sá þriðji mesti í sögu bankans og kemur til á erfiðu tímabili. Það er merki um styrk bankans að ná þetta góðri niðurstöðu við aðstæður sem þessar. Þegar horft er á tölur fyrir fjórðunginn sést mikill vöxtur í hreinum vaxtatekjum frá fyrsta árshluta. Hreinar vaxtatekjur námu tæpum 13,7 milljörðum króna samanborið við 8,9 milljarða á þeim fyrsta. Aukningin kemur að stórum hluta til vegna hárrar verðbólgu á tímabilinu. Hreinar þóknunartekjur voru um 6,9 milljarðar króna og breyttust nær ekkert milli fjórðunga. Hins vegar urðu mikil umskipti á fjárfestingatekjum bankans sem voru neikvæðar um 1,5 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi en jákvæðar um 11,2 milljarða á þeim fyrsta. Er þetta rakið til lækkunar á hlutabréfamörkuðum. Sigurjón er sér í lagi ánægður með vöxt vaxta- og þóknunartekna á milli ára. Á fyrstu sex mánuðunum námu þessar tekjur alls 36,4 milljörðum króna og hafa um það bil tvöfaldast á milli ára. Rekstrarkostnaður bankans á öðrum ársfjórðungi var um 9,8 milljarðar króna og hækkaði um 1,7 milljarða frá fyrsta árshluta. Eignir bankans stóðu í 1.811 milljörðum króna í lok júní og höfðu vaxið um 406 milljarða frá áramótum, eða um 29 prósent. Hins vegar jukust þær aðeins um 2,3 prósent á milli fjórðunga. Eigið fé bankans stóð í 123 milljörðum króna þann 30. júní og hefur eiginfjárhlutfall bankans aldrei verið hærra; nam CAD hlutfall 15,1 prósenti í lok síðasta árshluta. Sigurjón segir núverandi staða bankans eigi að tryggja tekjur hans verði á hverju ári af stærðargráðunni sjötíu milljarðar króna og árlegur gróði á bilinu 20-30 milljarðar óháð gengishagnaði. Á næstunni verði unnið að fjármögnunarmálum auk þess að halda áfram að vinna úr þeim yfirtökum sem ráðist var í á síðasta ári. Í vikunni gekk bankinn frá 54 milljarða króna sambankaláni til þriggja ára sem er fyrsta skref að endurfjármögnun fyrir næsta ár. Þá er stefnt að útgáfu skuldabréfa í Bandaríkjunum á seinni hluta ársins. Bankinn stefnir að því að sækja lán til almennings í Bretlandi og Hollandi með því að bjóða upp á innlánsreikninga í gegnum netið. Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Hagnaður Landsbankans á öðrum ársfjórðungi nam 6.143 milljónum króna og hagnaðist bankinn því um 20,4 milljarða króna á fyrri hluta ársins. Afkoma bankans er tæpum einum milljarði betri en meðaltalsspár markaðsaðila gerðu ráð fyrir. Til samanburðar hagnaðist Landsbankinn um 11,1 milljarð króna á fyrri hluta ársins í fyrra. Nam arðsemi eigin fjár fjörutíu prósentum á ársgrundvelli á fyrstu sex mánuðum ársins. Rétt eins og í tilfelli KB banka, sem einnig skilaði uppgjöri umfram spár, lækkuðu bréf Landsbankans eftir uppgjörið. Sigurjón Þ. Árnason bankastjóri Landsbankans er sáttur: Hagnaðurinn á ársfjórðungnum er sá þriðji mesti í sögu bankans og kemur til á erfiðu tímabili. Það er merki um styrk bankans að ná þetta góðri niðurstöðu við aðstæður sem þessar. Þegar horft er á tölur fyrir fjórðunginn sést mikill vöxtur í hreinum vaxtatekjum frá fyrsta árshluta. Hreinar vaxtatekjur námu tæpum 13,7 milljörðum króna samanborið við 8,9 milljarða á þeim fyrsta. Aukningin kemur að stórum hluta til vegna hárrar verðbólgu á tímabilinu. Hreinar þóknunartekjur voru um 6,9 milljarðar króna og breyttust nær ekkert milli fjórðunga. Hins vegar urðu mikil umskipti á fjárfestingatekjum bankans sem voru neikvæðar um 1,5 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi en jákvæðar um 11,2 milljarða á þeim fyrsta. Er þetta rakið til lækkunar á hlutabréfamörkuðum. Sigurjón er sér í lagi ánægður með vöxt vaxta- og þóknunartekna á milli ára. Á fyrstu sex mánuðunum námu þessar tekjur alls 36,4 milljörðum króna og hafa um það bil tvöfaldast á milli ára. Rekstrarkostnaður bankans á öðrum ársfjórðungi var um 9,8 milljarðar króna og hækkaði um 1,7 milljarða frá fyrsta árshluta. Eignir bankans stóðu í 1.811 milljörðum króna í lok júní og höfðu vaxið um 406 milljarða frá áramótum, eða um 29 prósent. Hins vegar jukust þær aðeins um 2,3 prósent á milli fjórðunga. Eigið fé bankans stóð í 123 milljörðum króna þann 30. júní og hefur eiginfjárhlutfall bankans aldrei verið hærra; nam CAD hlutfall 15,1 prósenti í lok síðasta árshluta. Sigurjón segir núverandi staða bankans eigi að tryggja tekjur hans verði á hverju ári af stærðargráðunni sjötíu milljarðar króna og árlegur gróði á bilinu 20-30 milljarðar óháð gengishagnaði. Á næstunni verði unnið að fjármögnunarmálum auk þess að halda áfram að vinna úr þeim yfirtökum sem ráðist var í á síðasta ári. Í vikunni gekk bankinn frá 54 milljarða króna sambankaláni til þriggja ára sem er fyrsta skref að endurfjármögnun fyrir næsta ár. Þá er stefnt að útgáfu skuldabréfa í Bandaríkjunum á seinni hluta ársins. Bankinn stefnir að því að sækja lán til almennings í Bretlandi og Hollandi með því að bjóða upp á innlánsreikninga í gegnum netið.
Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira