Glitnir og Landsbankinn hækkuðu báðir vexti sína í dag til samræmis við 50 punkta stýrivaxtahækkun Seðlabankans. Hækkanirnar taka gildi frá og með 21. september næstkomandi.
Glitnir hækkaði óverðtryggða vexti bankans á innlánum og útlánum um 0,25 til 0,50 prósent. Verðtryggð húsnæðislán haldast hins vegar óbreytt.
Landsbankinn hækkaði sömuleiðis vexti á óverðtryggðum innlánum og útlánum um allt að 0,50 prósentustig.