Erlent

Gröfumaður rústaði húsi og bílum

Húsið var aðeins sex ára gamalt en nú þarf nánast að byggja það upp frá grunni.
Húsið var aðeins sex ára gamalt en nú þarf nánast að byggja það upp frá grunni. MYND/AP

Tvílyft einbýlishús og tveir chrysler fólksbílar eyðilögðust þegar maður gekk berserksgang - á gröfu í Essex í Englandi í dag. Miðaldra kona var ein inni í húsinu og vaknaði hún við skarkalann og náði með naumindum að forða sér út.

Aðeins einn gafl og hluti af framhlið hússins stendur enn uppi. Karlmaður á sextugsaldri var handtekinn í dag og sakaður um morðtilraun og skemmdarverk. Ekki hefur enn fengist upplýst hvað manninum gekk til með æðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×