Heimilisofbeldi – falið vandamál 1. desember 2006 05:00 Nú stendur yfir 16 daga átak í 16. sinn undir yfirskriftinni: Eflum mannréttindi – stöðvum ofbeldi gegn konum. Af því tilefni hafa Kvenfélagasamband Íslands, Soroptimistasamband Íslands og Zonta á Íslandi tekið höndum saman um að opna augu almennings fyrir heimilisofbeldi. Klúbbar og félög innan sambandanna eru starfrækt um allt land og munu þau sérstaklega hvetja sína félagsmenn til að vera vakandi gagnvart heimilisofbeldi og halda umræðunni opinni á sínu svæði. Það hefur sýnt sig að með opinni umræðu nýta fleiri þá þjónustu sem er í boði fyrir fórnarlömb heimilisofbeldis. Við hvetjum því konur og aðra sem búa við eða þekkja til einhvers sem býr við heimilisofbeldi að kynna sér þau úrræði sem eru í boði. Listi yfir helstu aðila sem geta veitt stuðning og aðstoð vegna heimilisofbeldis má finna t.d. á vefsíðum www.kvennaathvarf.is og www.barn.is.Hvað er heimilisofbeldi?Samkvæmt skilgreiningu Samtaka um kvennaathvarf er um að ræða heimilisofbeldi þegar einn fjölskyldumeðlimur kúgar annan í skjóli friðhelgi heimilisins til tilfinningalegrar-, félagslegrar- og fjárhagslegrar bindingar. Fjölskyldutengsl milli gerenda og þolenda ofbeldis geta verið með ýmsu móti en í langflestum tilvikum er um að ræða karlmann sem beitir konu ofbeldi í skjóli líkamlegra yfirburða.Heimilisofbeldi getur birst í ýmsum myndum og getur bæði verið andlegt og líkamlegt. Andlegt ofbeldi þar sem fórnarlambið er markvisst brotið niður með hótunum, kúgun og niðurlægingu, er oft undanfari líkamlegs og/eða kynferðislegs ofbeldis. Það er ekki síst hið andlega ofbeldi sem erfitt er að greina og átta sig á. Samkvæmt tölum frá Samtökum um Kvennaathvarf nefna um 90% þeirra kvenna sem leituðu til athvarfsins 2005 andlegt ofbeldi sem eina af ástæðum komu sinnar þangað. Þessar tölur sýna að nauðsynlegt er að opna umræðuna og vekja athygli á því að skilgreining á heimilisofbeldi á ekki einungis við líkamlegt ofbeldi.Hvað getur þú gert?Yfirleitt bera konur ekki með sér að þær búi við heimilisofbeldi og halda því svo leyndu, jafnvel árum saman, að nánir aðstandendur hafa ekki hugmynd um ástand mála. Jafnvel áttar þolandi sig ekki á vandanum heldur tekur á sig alla ábyrgð og reynir af vanmætti að bæta ástandið með því að „hegða sér betur“. Fyrir þann sem stendur utan við er auðvelt að segja „af hverju fer hún bara ekki?” Það getur hins vegar verið mjög erfitt að brjótast út úr ofbeldissambandi þar sem búið er að brjóta niður sjálfsmynd viðkomandi.Fyrsta skrefið er að viðurkenna fyrir sjálfum sér að maður búi við ofbeldi og það næsta að geta viðurkennt það fyrir öðrum. Það er hins vegar einnig ábyrgð samfélagsins að berjast gegn heimilisofbeldi. Ef grunur vaknar um ofbeldi á heimili skal samkvæmt leiðbeiningum Samtaka um kvennaathvarf fylgja þeirri reglu að konan sjálf sé sérfræðingur í sínum málum. Það er því nauðsynlegt að taka ekki fram fyrir hendurnar á þolendum heldur veita stuðning og benda á úrræði. Besti stuðningurinn felst oft í því að hlusta án þess að dæma og reyna að vekja þann skilning að ofbeldi sé aldrei réttlætanlegt. Höfundar eru Guðrún Hansdóttir, formaður Zontasambands Íslands, Rannveig Thoroddsen, verkefnisstjóri mennta- og menningarmála, Soroptimistasambandi Íslands og Sigurlaug Viborg, forseti Kvenfélagasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir 16 daga átak í 16. sinn undir yfirskriftinni: Eflum mannréttindi – stöðvum ofbeldi gegn konum. Af því tilefni hafa Kvenfélagasamband Íslands, Soroptimistasamband Íslands og Zonta á Íslandi tekið höndum saman um að opna augu almennings fyrir heimilisofbeldi. Klúbbar og félög innan sambandanna eru starfrækt um allt land og munu þau sérstaklega hvetja sína félagsmenn til að vera vakandi gagnvart heimilisofbeldi og halda umræðunni opinni á sínu svæði. Það hefur sýnt sig að með opinni umræðu nýta fleiri þá þjónustu sem er í boði fyrir fórnarlömb heimilisofbeldis. Við hvetjum því konur og aðra sem búa við eða þekkja til einhvers sem býr við heimilisofbeldi að kynna sér þau úrræði sem eru í boði. Listi yfir helstu aðila sem geta veitt stuðning og aðstoð vegna heimilisofbeldis má finna t.d. á vefsíðum www.kvennaathvarf.is og www.barn.is.Hvað er heimilisofbeldi?Samkvæmt skilgreiningu Samtaka um kvennaathvarf er um að ræða heimilisofbeldi þegar einn fjölskyldumeðlimur kúgar annan í skjóli friðhelgi heimilisins til tilfinningalegrar-, félagslegrar- og fjárhagslegrar bindingar. Fjölskyldutengsl milli gerenda og þolenda ofbeldis geta verið með ýmsu móti en í langflestum tilvikum er um að ræða karlmann sem beitir konu ofbeldi í skjóli líkamlegra yfirburða.Heimilisofbeldi getur birst í ýmsum myndum og getur bæði verið andlegt og líkamlegt. Andlegt ofbeldi þar sem fórnarlambið er markvisst brotið niður með hótunum, kúgun og niðurlægingu, er oft undanfari líkamlegs og/eða kynferðislegs ofbeldis. Það er ekki síst hið andlega ofbeldi sem erfitt er að greina og átta sig á. Samkvæmt tölum frá Samtökum um Kvennaathvarf nefna um 90% þeirra kvenna sem leituðu til athvarfsins 2005 andlegt ofbeldi sem eina af ástæðum komu sinnar þangað. Þessar tölur sýna að nauðsynlegt er að opna umræðuna og vekja athygli á því að skilgreining á heimilisofbeldi á ekki einungis við líkamlegt ofbeldi.Hvað getur þú gert?Yfirleitt bera konur ekki með sér að þær búi við heimilisofbeldi og halda því svo leyndu, jafnvel árum saman, að nánir aðstandendur hafa ekki hugmynd um ástand mála. Jafnvel áttar þolandi sig ekki á vandanum heldur tekur á sig alla ábyrgð og reynir af vanmætti að bæta ástandið með því að „hegða sér betur“. Fyrir þann sem stendur utan við er auðvelt að segja „af hverju fer hún bara ekki?” Það getur hins vegar verið mjög erfitt að brjótast út úr ofbeldissambandi þar sem búið er að brjóta niður sjálfsmynd viðkomandi.Fyrsta skrefið er að viðurkenna fyrir sjálfum sér að maður búi við ofbeldi og það næsta að geta viðurkennt það fyrir öðrum. Það er hins vegar einnig ábyrgð samfélagsins að berjast gegn heimilisofbeldi. Ef grunur vaknar um ofbeldi á heimili skal samkvæmt leiðbeiningum Samtaka um kvennaathvarf fylgja þeirri reglu að konan sjálf sé sérfræðingur í sínum málum. Það er því nauðsynlegt að taka ekki fram fyrir hendurnar á þolendum heldur veita stuðning og benda á úrræði. Besti stuðningurinn felst oft í því að hlusta án þess að dæma og reyna að vekja þann skilning að ofbeldi sé aldrei réttlætanlegt. Höfundar eru Guðrún Hansdóttir, formaður Zontasambands Íslands, Rannveig Thoroddsen, verkefnisstjóri mennta- og menningarmála, Soroptimistasambandi Íslands og Sigurlaug Viborg, forseti Kvenfélagasambands Íslands.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun