Erlent

Krefjast afsagnar menntamálaráðherrans

Breska þingið
Breska þingið MYND/AP
Íhaldsmenn á breska þinginu og fjölmargir foreldrar í Bretlandi krefjast nú afsagnar menntamálaráðherra landsins, Ruth Kelly, eftir að í ljós kom að dæmdur kynferðisbrotamaður fékk vinnu sem kennari í skóla þar í landi. Kelly gaf vilyrði fyrir því að maðurinn fengi starf sem líkamsræktarkennari, þrátt fyrir að hún vissi um fortíð hans. Ráðherrann mun svara fyrir sig á þinginu síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×