Erlent

Fjölskyldur Shell-starfsmanna fluttar í Nígeríu

Alþjóðlega olíufyrirtækið Shell byrjaði í morgun að flytja alla fjölskyldumeðlimi starfsmanna sinna frá vinnubúðum fyrirtækisins í Nígeríu, eftir að skæruliðar komu fyrir bílsprengju við íbúðarhúsnæði þar sem útsendir starfsmenn búa með fjölskyldum sínum. Starfsmennirnir verða hins vegar áfram við sín störf og halda framleiðslunni gangandi.

Allt að 400 manns verða fluttir frá vinnubúðunum vegna sprengjunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×