Erlent

Pandabirnir fagna nýju ári

(AP)
(AP)

Sextán ungir pandabirnir sem komu í heiminn í fyrra fögnuðu saman nýju ári í Kína í gær. Birnirnir voru leiddir saman á Wolong verndarsvæði pandabjarna í Sichuan-héraði. Sá elsti fæddist fyrir ellefu mánaðum og sá yngsti í ágúst. Wolong verndarsvæðið er eitt það frægasta í Kína en þar fæddust hundrað og þrír birnir í fyrra. Vísindamenn og dýravinir í Kína hafa lagt sitt af mörkum til að fjölga Pandabjörnum og óhætt að fullyrða að það sé þeim að þakka af rúmlega tvö hundruð birnir komu í heiminn í Kína í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×