Erlent

Zapatistar hefja friðsamlega herferð

Skæruliðaforinginn Marcos, sem er þekktur fyrir grímu sína og vindla og pípur nýtur mikilla vinsælda meðal fátækra indíána í Mexíkó.
Skæruliðaforinginn Marcos, sem er þekktur fyrir grímu sína og vindla og pípur nýtur mikilla vinsælda meðal fátækra indíána í Mexíkó.

Forystumenn Zapatista, vinstrisinnaðra skæruliða í Mexíkó, lögðu í gær af stað í hálfs árs ferðalag um Mexíkó og er það í fyrsta sinn í fjögur ár sem þeir yfirgefa sterkustu vígi sín í frumskógum Mexíkó.

Forystumenn Zapatista vilja með ferðalagi sínu hafa áhrif á forsetaskosningarnar í Mexíkó sem fram fara í júlí. Þeir hyggjast heimsækja hvert og eitt hins 31 fylkis Mexíkó og allar helstu borgir landsins.

Hinum grímuklædda skæruliðaforingja Marcos var fagnað ákaft þegar hann fór um götur La Garrucha. Þúsundir voru samankomnar til að fagna honum og hlýða á ávarp hans. Sjálfur segir Marcos að markmið hans sé að stofna þjóðarhreyfingu sem setji mexíkósk stjórnmál á hvolf og auki mjög áhrif vinstrisinnaðra manna í Mið-Ameríkuríkinu.

Nú eru tólf ár síðan Zapatistar vöktu fyrst verulega athygli en þá hernámu þeir nokkra bæi í Chiapas og sögðust gera það í nafni sósíalisma og réttinda indíana. Þeir samþykktu síðar að láta af vopnaðri baráttu og berjast frekar á pólitískum vettvangi. Fyrir fjórum árum fóru forystumenn Zapatista í mikið ferðalag um Mexíkó en hafa síðan einangrast, því vonast þeir til að breytast með ferðalagi sínu nú.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×