Í það minnsta þrjátíu og fjórir hafa farist í flóðum og aurskriðum sem féllu á heimili og skóla á Indónesíu í morgun. Mikil rigning hratt aurskriðunum af stað og ár flæddu yfir bakka sína þegar aurskriðurnar féllu í þær. Hundruð manna leituðu skjóls í moskum og skólum en nú er talið að það versta sé yfirstaðið.
Á fjórða tug látinn í flóðum í Indónesíu
