Erlent

Halda námskeið í íslam fyrir fréttamenn

Samtök múslima í Danmörku hafa ákveðið að halda námskeið í íslam fyrir danska fréttamenn. Námskeiðið mun taka einn dag og er áætlað að halda það í apríl. Þar verða fréttamenn fræddir um helstu atriði múhameðstrúar. Talsmaður múslíma í Danmörku segir aðal ástæðuna vera skopteikningarnar af Allah sem birtust í Jótlandspóstinum í síðastliðið haust.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×