Tilboði tekið í Qantas 14. desember 2006 09:33 Ein af vélum Qantas. Mynd/AFP Ástralska flugfélagið Qantas hefur tekið yfirtökutilboði ástralska fjárfestingabankans Macquarie, bandaríska sjóðsins Texas Pacific og annarra fjárfesta. Tilboðið hljóðar upp á 11,1 milljarð bandaríkjadal eða ríflega 771 milljarð íslenskra króna. Þetta er einhver stærstu fyrirtækjakaup í flugheiminum. Stjórn Qantas, sem hafði áður hafnað tilboðinu, mælti hins vegar með því að hluthafar flugfélagsins tækju því í gær. Yfirtökutilboðið hefur allt frá því það var upphaflega lagt fram snert streng í brjóstum Ástrala sem hafa gert kröfu um að flugfélagið verði áfram í meirihlutaeigu landsmanna og biðluðu þeir til John Howards, forsætisráðherra Ástralíu, að hann beitti sér gegn sölunni. Samkvæmt áströlskum fyrirtækjareglum mega erlendir fjárfestar ekki eiga meira en 49 prósent í Qantas samanlagt. Eignarhlutur hvers fjárfestis, sem búsettur er erlendis, má hins vegar ekki fara yfir fjórðung í félaginu. Fjármálayfirvöld í Ástralíu eiga enn sem komið er eftir að gefa samþykki sitt fyrir kaupunum auk þess sem hluthafar Qantas munu kjósa um það á næstunni. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Ástralska flugfélagið Qantas hefur tekið yfirtökutilboði ástralska fjárfestingabankans Macquarie, bandaríska sjóðsins Texas Pacific og annarra fjárfesta. Tilboðið hljóðar upp á 11,1 milljarð bandaríkjadal eða ríflega 771 milljarð íslenskra króna. Þetta er einhver stærstu fyrirtækjakaup í flugheiminum. Stjórn Qantas, sem hafði áður hafnað tilboðinu, mælti hins vegar með því að hluthafar flugfélagsins tækju því í gær. Yfirtökutilboðið hefur allt frá því það var upphaflega lagt fram snert streng í brjóstum Ástrala sem hafa gert kröfu um að flugfélagið verði áfram í meirihlutaeigu landsmanna og biðluðu þeir til John Howards, forsætisráðherra Ástralíu, að hann beitti sér gegn sölunni. Samkvæmt áströlskum fyrirtækjareglum mega erlendir fjárfestar ekki eiga meira en 49 prósent í Qantas samanlagt. Eignarhlutur hvers fjárfestis, sem búsettur er erlendis, má hins vegar ekki fara yfir fjórðung í félaginu. Fjármálayfirvöld í Ástralíu eiga enn sem komið er eftir að gefa samþykki sitt fyrir kaupunum auk þess sem hluthafar Qantas munu kjósa um það á næstunni.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira