Viðskipti erlent

Tilboði hafnað frá Macquarie

Yfirtökutilboði í ástralska flugfélagið Qantas hefur verið hafnað.
Yfirtökutilboði í ástralska flugfélagið Qantas hefur verið hafnað.

Stjórn ástralska flugfélagsins Qantas hafnaði í gær yfirtökutilboði sem ástralski fjárfestingabankinn Macquarie og bandaríski sjóðurinn Texas Pacific gerðu í félagið í undir lok síðasta mánaðar. Tilboðið hljóðaði upp á 8,6 milljarða bandaríkjadali eða um 598 milljarða íslenskra króna.

Fréttastofa Reuters segir yfirtökutilboð fjárfestahópanna hafa verið fimm prósentum yfir lokagengi flugfélagsins á þriðjudag en það lækkaði nokkuð eftir að stjórn flugfélagsins felldi tilboðið.

Yfirvofandi sala á Qantas er sögð hafa snert streng í brjósti Ástrala sem tengja flugfélagið við land og þjóð og hefur verið gerð krafa um að félagið verði í meirahlutaeigu heimamanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×