Gunnlaugur stjórnarformaður Íslands 21. september 2006 17:19 Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, stjórnarformaður Íslands. Mynd/Pjetur Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, stjórnarformaður Tryggingamiðstöðvarinnar, var valinn stjórnarformaður Íslands klukkan fimm í dag. Jón Sigurðsson, viðskipta- og iðnaðarráðherra, afhenti honum verðlaunin á ráðstefnu um mikilvægi orðspors sem fram fór á Hótel Nordica á sama tíma. Þetta er í fyrsta sinn sem stjórnarformaður Íslands er valinn með formlegum hætti hér á landi en tilgangurinn með því er að skapa umræðu og vekja athygli á mikilvægi og gæðum stjórnarstarfa og stuðla að bættu viðskiptasiðferði. Leit að Stjórnarformanni Íslands hófst árið 2005 og var hann að lokum valinn í samráði við fulltrúa háskóla og atvinnnulífsins. Í tilkynningu um verðlaunin segir að Gunnar Eckbo, ritstjóri Board News í Noregi, sé aðalhvatamaður að veitingu þessara verðlauna hér á landi en hann hefur haft veg og vanda af vali á stjórnarformanni ársins í Noregi. Stjórnarformaður ársins er valinn samkvæmt könnun sem var gerð meðal framkvæmdastjóra og stjórnarmanna á Íslandi. Hlaut Gunnlaugur Sævar flest stig í könnuninni en hann hefur gegnt stjórnarformennsku hjá Tryggingamiðstöðinni (TM) í fjögur ár. Á þeim tíma hefur hagnaður félagsins aukist jafnt og þétt og starfsemi erlendis hefur verið aukin. Í tilkynningunni segir ennfremur að í tíð Gunnlaugs Sævars sem stjórnarformanns hafi Tryggingamiðstöðin sýnt góðan fjárhagslegan árangur. Velta hafi aukist um 50% og hagnaður þrefaldast. Gunnlaugur og samstarfsfólk hans í stjórn TM hafa aukið við starfsemina erlendis og með yfirtökunni á Norway Energy and Marine Insurance (NEMI) hefur TM aukið tekjur sínar um nær 100%. TM hefur einnig keypt 5% hlut í Invik & co AB sem er sænskt trygginga- og fjármálafyrirtæki. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, stjórnarformaður Tryggingamiðstöðvarinnar, var valinn stjórnarformaður Íslands klukkan fimm í dag. Jón Sigurðsson, viðskipta- og iðnaðarráðherra, afhenti honum verðlaunin á ráðstefnu um mikilvægi orðspors sem fram fór á Hótel Nordica á sama tíma. Þetta er í fyrsta sinn sem stjórnarformaður Íslands er valinn með formlegum hætti hér á landi en tilgangurinn með því er að skapa umræðu og vekja athygli á mikilvægi og gæðum stjórnarstarfa og stuðla að bættu viðskiptasiðferði. Leit að Stjórnarformanni Íslands hófst árið 2005 og var hann að lokum valinn í samráði við fulltrúa háskóla og atvinnnulífsins. Í tilkynningu um verðlaunin segir að Gunnar Eckbo, ritstjóri Board News í Noregi, sé aðalhvatamaður að veitingu þessara verðlauna hér á landi en hann hefur haft veg og vanda af vali á stjórnarformanni ársins í Noregi. Stjórnarformaður ársins er valinn samkvæmt könnun sem var gerð meðal framkvæmdastjóra og stjórnarmanna á Íslandi. Hlaut Gunnlaugur Sævar flest stig í könnuninni en hann hefur gegnt stjórnarformennsku hjá Tryggingamiðstöðinni (TM) í fjögur ár. Á þeim tíma hefur hagnaður félagsins aukist jafnt og þétt og starfsemi erlendis hefur verið aukin. Í tilkynningunni segir ennfremur að í tíð Gunnlaugs Sævars sem stjórnarformanns hafi Tryggingamiðstöðin sýnt góðan fjárhagslegan árangur. Velta hafi aukist um 50% og hagnaður þrefaldast. Gunnlaugur og samstarfsfólk hans í stjórn TM hafa aukið við starfsemina erlendis og með yfirtökunni á Norway Energy and Marine Insurance (NEMI) hefur TM aukið tekjur sínar um nær 100%. TM hefur einnig keypt 5% hlut í Invik & co AB sem er sænskt trygginga- og fjármálafyrirtæki.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira