Stóriðjuskólinn í Straumsvík 15. desember 2006 05:00 Í Fréttablaðinu þann 15. nóvember sl. var grein eftir Auði Þórhallsdóttur, leiðtoga fræðslumála hjá Alcan á Íslandi, um Stóriðjuskólann í Straumsvík. Greinin væri að mínum dómi ágæt ef í henni væri ekki meinlegt ranghermi sem nauðsynlegt er að leiðrétta. Ég veit ekki hvaðan Auður Þórhallsdóttir hefur upplýsingarnar, en hef grun um að þær séu frá æðstu stjórn fyrirtækisins. Hvaðan sem þær koma þá eru þær uppspuni sem þarf að leiðrétta. Stolnar fjaðrir !Í upphafi greinarinnar má lesa eftirfarandi: „Tilurð skólans má rekja til þess að framkvæmdastjórn Íslenska álfélagsins hf., síðar Alcan á Íslandi hf., taldi brýnt að efla starfsmenntun hjá því starfsfólki fyrirtækisins sem hafði litla formlega menntun.“Með þessari fullyrðingu gefur Auður í skyn að framkvæmdastjórn Íslenska álfélagsins hf. hafi haft frumkvæði að stofnun Stóriðjuskólans í Straumsvík. Það er alrangt. Þetta eru vægast sagt ósmekkleg ósannindi, sem yfirmenn álversins hafa oftar en einu sinni á undanförnum árum komið á framfæri við fjölmiðla.Ég hef hingað til ekki opinberlega gert neina athugasemd við þessa rangfærslu, en þegar ég las grein Auðar Þórhallsdóttur fannst mér nóg komið. Yfirmenn álversins í Straumsvík geta hælt sér af því sem þeir gera vel en þeir eiga ekki að viðhafa sögufölsun og skreyta sig með stolnum fjöðrum. Þeir vita að það var að frumkvæði Verkamannafélagsins Hlífar og trúnaðarmanna þess að Stóriðjuskólinn í Straumsvík var stofnaður. Þetta er bláköld staðreynd sem þeir verða að sætta sig við.Aukið starfsnámÍ kringum 1990 voru trúnaðarmenn Hlífar hjá ÍSAL farnir að huga að nauðsyn þess að álverið byði ófaglærðum verkamönnum upp á föst námskeið þar sem tekið væri fyrir á skipulegan hátt námsefni sem varðaði m.a. meðferð á sífellt flóknari tæknibúnaði við framleiðsluna. Þá þegar var trúnaðarmönnum ljóst að fullkomnari búnaður við framleiðsluna krafðist meiri menntunar starfsmanna.Á árinu 1993 öfluðu trúnaðarmenn Hlífar og aðaltrúnaðarmaður verkalýðsfélaganna hjá ÍSAL sér upplýsinga um nám og starfsmenntun hjá álverum í Noregi. Þær upplýsingar voru m.a. hafðar sem fyrirmynd að kröfum félagsins um starfsnám hjá Íslenska álfélaginu hf. Kröfu um skipulega starfsmenntun verkamanna lagði Hlíf síðan fram í kjarasamningunum 1995. Yfirmenn ÍSAL töldu starfsmenntamálin hjá sér í góðu lagi og höfnuðu alfarið hugmyndum Hlífarmanna um aukna starfsmenntun. En trúnaðarmenn Hlífar gáfust ekki upp. Að þeirra frumkvæði voru tveir þeirra, þeir Kolbeinn Gunnarsson og Jóhannes Gunnarsson, fengnir til að kanna hvort íslenska skólakerfið vildi taka starfsnámið að sér. Í framhaldi af því áttu þeir viðræður við Borgarholtsskóla, Iðntæknistofnun og Menningar- og fræðsluráð alþýðu og kynntu þeim málið.StóriðjuskólinnEins og áður segir var aukin starfsmenntun verkamanna ein aðalkrafa Hlífar við gerð kjarasamnings við ÍSAL árið 1995. Við endurnýjun kjarasamningsins 1997 lagði Hlíf aftur fram kröfu um aukna starfsmenntun verkamanna og tókst að knýja yfirmenn ÍSAL til að samþykkja hugmyndir félagsins um stóraukið starfsnám. En samþykki þeirra fékkst ekki átakalaust. Til að fá vilyrði þeirra urðu fulltrúar Hlífar að gefa eftir í öðrum kröfum sem félagið hafði sett fram. Með öðrum orðum. Það var vegna þrýstings frá Hlíf að ÍSAL gekk að kröfum verkamanna um aukna starfsmenntun ófaglærðra hjá ÍSAL. Þeirri starfsemi var síðan gefið nafnið Stóriðjuskólinn.Vilji yfirmenn Alcan á Íslandi geta þess hverjir áttu frumkvæði að stofnun Stóriðjuskólans í Straumsvík þá eiga þeir að sleppa öllu sjálfshóli og segja að tilurð skólans megi rekja til ákvæðis í kjarasamningi, sem Verkamannafélagið Hlíf og Íslenska álfélagið hf. gerðu með sér árið 1997, til að efla starfsmenntun hjá því starfsfólki fyrirtækisins sem hafði litla formlega menntun. Þeir vita að það var að frumkvæði Verkamannafélagsins Hlífar og trúnaðarmanna þess að Stóriðjuskólinn í Straumsvík var stofnaður. Þetta er bláköld staðreynd sem þeir verða að sætta sig við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu þann 15. nóvember sl. var grein eftir Auði Þórhallsdóttur, leiðtoga fræðslumála hjá Alcan á Íslandi, um Stóriðjuskólann í Straumsvík. Greinin væri að mínum dómi ágæt ef í henni væri ekki meinlegt ranghermi sem nauðsynlegt er að leiðrétta. Ég veit ekki hvaðan Auður Þórhallsdóttir hefur upplýsingarnar, en hef grun um að þær séu frá æðstu stjórn fyrirtækisins. Hvaðan sem þær koma þá eru þær uppspuni sem þarf að leiðrétta. Stolnar fjaðrir !Í upphafi greinarinnar má lesa eftirfarandi: „Tilurð skólans má rekja til þess að framkvæmdastjórn Íslenska álfélagsins hf., síðar Alcan á Íslandi hf., taldi brýnt að efla starfsmenntun hjá því starfsfólki fyrirtækisins sem hafði litla formlega menntun.“Með þessari fullyrðingu gefur Auður í skyn að framkvæmdastjórn Íslenska álfélagsins hf. hafi haft frumkvæði að stofnun Stóriðjuskólans í Straumsvík. Það er alrangt. Þetta eru vægast sagt ósmekkleg ósannindi, sem yfirmenn álversins hafa oftar en einu sinni á undanförnum árum komið á framfæri við fjölmiðla.Ég hef hingað til ekki opinberlega gert neina athugasemd við þessa rangfærslu, en þegar ég las grein Auðar Þórhallsdóttur fannst mér nóg komið. Yfirmenn álversins í Straumsvík geta hælt sér af því sem þeir gera vel en þeir eiga ekki að viðhafa sögufölsun og skreyta sig með stolnum fjöðrum. Þeir vita að það var að frumkvæði Verkamannafélagsins Hlífar og trúnaðarmanna þess að Stóriðjuskólinn í Straumsvík var stofnaður. Þetta er bláköld staðreynd sem þeir verða að sætta sig við.Aukið starfsnámÍ kringum 1990 voru trúnaðarmenn Hlífar hjá ÍSAL farnir að huga að nauðsyn þess að álverið byði ófaglærðum verkamönnum upp á föst námskeið þar sem tekið væri fyrir á skipulegan hátt námsefni sem varðaði m.a. meðferð á sífellt flóknari tæknibúnaði við framleiðsluna. Þá þegar var trúnaðarmönnum ljóst að fullkomnari búnaður við framleiðsluna krafðist meiri menntunar starfsmanna.Á árinu 1993 öfluðu trúnaðarmenn Hlífar og aðaltrúnaðarmaður verkalýðsfélaganna hjá ÍSAL sér upplýsinga um nám og starfsmenntun hjá álverum í Noregi. Þær upplýsingar voru m.a. hafðar sem fyrirmynd að kröfum félagsins um starfsnám hjá Íslenska álfélaginu hf. Kröfu um skipulega starfsmenntun verkamanna lagði Hlíf síðan fram í kjarasamningunum 1995. Yfirmenn ÍSAL töldu starfsmenntamálin hjá sér í góðu lagi og höfnuðu alfarið hugmyndum Hlífarmanna um aukna starfsmenntun. En trúnaðarmenn Hlífar gáfust ekki upp. Að þeirra frumkvæði voru tveir þeirra, þeir Kolbeinn Gunnarsson og Jóhannes Gunnarsson, fengnir til að kanna hvort íslenska skólakerfið vildi taka starfsnámið að sér. Í framhaldi af því áttu þeir viðræður við Borgarholtsskóla, Iðntæknistofnun og Menningar- og fræðsluráð alþýðu og kynntu þeim málið.StóriðjuskólinnEins og áður segir var aukin starfsmenntun verkamanna ein aðalkrafa Hlífar við gerð kjarasamnings við ÍSAL árið 1995. Við endurnýjun kjarasamningsins 1997 lagði Hlíf aftur fram kröfu um aukna starfsmenntun verkamanna og tókst að knýja yfirmenn ÍSAL til að samþykkja hugmyndir félagsins um stóraukið starfsnám. En samþykki þeirra fékkst ekki átakalaust. Til að fá vilyrði þeirra urðu fulltrúar Hlífar að gefa eftir í öðrum kröfum sem félagið hafði sett fram. Með öðrum orðum. Það var vegna þrýstings frá Hlíf að ÍSAL gekk að kröfum verkamanna um aukna starfsmenntun ófaglærðra hjá ÍSAL. Þeirri starfsemi var síðan gefið nafnið Stóriðjuskólinn.Vilji yfirmenn Alcan á Íslandi geta þess hverjir áttu frumkvæði að stofnun Stóriðjuskólans í Straumsvík þá eiga þeir að sleppa öllu sjálfshóli og segja að tilurð skólans megi rekja til ákvæðis í kjarasamningi, sem Verkamannafélagið Hlíf og Íslenska álfélagið hf. gerðu með sér árið 1997, til að efla starfsmenntun hjá því starfsfólki fyrirtækisins sem hafði litla formlega menntun. Þeir vita að það var að frumkvæði Verkamannafélagsins Hlífar og trúnaðarmanna þess að Stóriðjuskólinn í Straumsvík var stofnaður. Þetta er bláköld staðreynd sem þeir verða að sætta sig við.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun