Fjölmiðlarisar fara gegn YouTube 13. desember 2006 07:45 Bandarískir fjölmiðlarisar eru sagðir hafa í hyggju að setja á laggirnar vefsvæði til höfuðs YouTube. MYND/AFP Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Bandarísku fjölmiðla- og afþreyingarrisarnir News Corp., Fox, Viacom, CBS og NBC, eru sagðir eiga í viðræðum um að búa til vefsvæði þar sem sjónvarpsefni frá fyrirtækjunum verður birt.Vefsvæðið mun verða sett á laggirnar gegn YouTube. Bandaríska dagblaðið The Wall Street Journal segir málið hafa komið upp fyrr á árinu en viðræðurnar eru skammt á veg komnar. Þá segir ennfremur að markmiðið með stofnun vefsvæðisins sé að ná inn tekjum á ört stækkandi auglýsingamarkaði á Netinu og saxa þannig á markaðshlutdeildir svipaðra vefja. Hugmyndin er að fyrirtækin muni eiga jafnan hlut í vefsvæðinu. Vöxtur í vefsvæðum þar sem boðið er upp á myndskrár hefur verið gríðarlegur á síðustu árum og nefna menn oft YouTube sem dæmi um vöxtinn. Vefsvæðið var sett á laggirnar fyrir tveimur árum en þar er netverjum gert kleift að birta myndbönd sín af ýmsu tagi. Þar á meðal er efni frá CBS og NBC, sem varið er höfundarréttarlögum. Daglegir notendur YouTube eru um 100 milljón talsins en netleitarfyrirtækið Google keypti fyrirtækið fyrir 1,65 milljarða dali eða 114 milljarða íslenskra króna fyrir skömmu. Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Bandarísku fjölmiðla- og afþreyingarrisarnir News Corp., Fox, Viacom, CBS og NBC, eru sagðir eiga í viðræðum um að búa til vefsvæði þar sem sjónvarpsefni frá fyrirtækjunum verður birt.Vefsvæðið mun verða sett á laggirnar gegn YouTube. Bandaríska dagblaðið The Wall Street Journal segir málið hafa komið upp fyrr á árinu en viðræðurnar eru skammt á veg komnar. Þá segir ennfremur að markmiðið með stofnun vefsvæðisins sé að ná inn tekjum á ört stækkandi auglýsingamarkaði á Netinu og saxa þannig á markaðshlutdeildir svipaðra vefja. Hugmyndin er að fyrirtækin muni eiga jafnan hlut í vefsvæðinu. Vöxtur í vefsvæðum þar sem boðið er upp á myndskrár hefur verið gríðarlegur á síðustu árum og nefna menn oft YouTube sem dæmi um vöxtinn. Vefsvæðið var sett á laggirnar fyrir tveimur árum en þar er netverjum gert kleift að birta myndbönd sín af ýmsu tagi. Þar á meðal er efni frá CBS og NBC, sem varið er höfundarréttarlögum. Daglegir notendur YouTube eru um 100 milljón talsins en netleitarfyrirtækið Google keypti fyrirtækið fyrir 1,65 milljarða dali eða 114 milljarða íslenskra króna fyrir skömmu.
Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira