Farice 2 lagður fyrir ríkisstjórn á föstudag 13. desember 2006 07:30 Í skýrslu þar sem fjallað var um möguleikann á því að koma hér upp alþjóðlegri fjármálamiðstöð er örugg gagnatenging við útlönd sögð ein af grunnforsendum. Til að viðkvæm starfsemi þrífist hér þarf að sýna fram á að óheppilegt botnvörputog geti ekki kippt landinu úr sambandi. MYND/AFP Óli Kristján Ármannsson skrifar Nefnd sem samgönguráðherra skipaði í vor leggur, samkvæmt heimildum Markaðarins, til að ráðist verði sem fyrst í lagningu nýs sæstrengs með aðkomu ríkisins til að tryggja öryggi gagnaflutninga til og frá landinu. Nýr strengur kæmi til viðbótar Farice-1 sæstrengnum sem tekinn var í notkun í febrúarbyrjun 2004 og svo tenginga um Cantat-3 sæstrenginn sem kominn er til ára sinna. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra kemur til starfa í dag eftir vinnuferð til útlanda og tekur við skýrslu nefndarinnar, en í henni eiga sæti fulltrúar Farice, Símans, Vodafone, Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja og Samtaka atvinnulífsins. Á föstudag er svo stefnt að því að ráðherra kynni tillögur nefndarinnar í ríkisstjórn og að þær verði svo í kjölfarið gerðar opinberar. Ætlað er að kostnaður við lagningu nýs sæstrengs nemi um þremur milljörðum króna. Verkefni nefndarinnar var að huga að því hvort og hvernig koma ætti á varasambandi við útlönd um sæstreng og hvaða leiðir væru færar í þeim efnum, bæði hvað varðaði fjármögnun og rekstur. Velt er upp mögulegu samstarfi við fyrirtæki og eins önnur lönd, en Farice-sæstrengurinn var sem kunnugt er lagður í samstarfi fjarskiptafyrirtækja hér heima og í Færeyjum auk aðkomu ríkisins. Líklegt er að sérstaklega sé horft til samstarfs við Færeyjar, en þar hefur þegar verið ákveðið að ráðast á næsta ári í lagningu nýs sæstrengs til viðbótar við Farice-strenginn. Kjósi stjórnvöld hér að efna til samstarfs við Færeyinga og fá að samnýta þann streng þurfa þau því væntanlega að bregðast skjótt við. Þann streng á að leggja til Skotlands, líkt og Farice-1 strenginn, en stefnt er að því að færeyski strengurinn nýi verði kominn í rekstur í nóvember á næsta ári. Forsvarsmenn upplýsingatæknifyrirtækja hafa bent á nauðsyn þess að hér sé tryggt öryggi gagnaflutninga. Þannig hefur Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, framleiðandi tölvunetleiksins EVE Online, sagt skort á slíkri tengingu hafa verið ráðandi í að allir miðlarar leiksins voru settir upp í lundunum. Í niðurstöðum nefndar forsætisráðherra um alþjóðlega fjármálastarfsemi hér, sem kynnt var í byrjun síðasta mánaðar, er einnig bent á að í greinargerð með tillögu til þingsályktunar um stefnu í fjarskiptamálum 2005-2010 komi fram að „fjarskiptasamband milli Íslands og útlanda sé viðkvæmt fyrir óvæntum áföllum, svo sem bilunum eða skemmdarverkum, og staðan því óásættanleg til lengri tíma litið vegna viðskiptahagsmuna og þjóðaröryggis“. Staðan er sögð geta hamlað því að innlend og erlend fyrirtæki teldu sér fært að ráðast í að byggja hér upp þjónustu sem krefðist öruggrar tengingar við umheiminn. Nefnd forsætisráðherra taldi því mikilvægt að hefja hið fyrsta lagningu á nýjum sæstreng. Ljóst er af viðræðum við þá sem til þekkja að almennt séu menn sammála um nauðsyn þess að leggja nýjan streng og því viðbúið að mjög fljótlega verði tekin ákvörðun um að ráðast í verkið. Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Sjá meira
Óli Kristján Ármannsson skrifar Nefnd sem samgönguráðherra skipaði í vor leggur, samkvæmt heimildum Markaðarins, til að ráðist verði sem fyrst í lagningu nýs sæstrengs með aðkomu ríkisins til að tryggja öryggi gagnaflutninga til og frá landinu. Nýr strengur kæmi til viðbótar Farice-1 sæstrengnum sem tekinn var í notkun í febrúarbyrjun 2004 og svo tenginga um Cantat-3 sæstrenginn sem kominn er til ára sinna. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra kemur til starfa í dag eftir vinnuferð til útlanda og tekur við skýrslu nefndarinnar, en í henni eiga sæti fulltrúar Farice, Símans, Vodafone, Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja og Samtaka atvinnulífsins. Á föstudag er svo stefnt að því að ráðherra kynni tillögur nefndarinnar í ríkisstjórn og að þær verði svo í kjölfarið gerðar opinberar. Ætlað er að kostnaður við lagningu nýs sæstrengs nemi um þremur milljörðum króna. Verkefni nefndarinnar var að huga að því hvort og hvernig koma ætti á varasambandi við útlönd um sæstreng og hvaða leiðir væru færar í þeim efnum, bæði hvað varðaði fjármögnun og rekstur. Velt er upp mögulegu samstarfi við fyrirtæki og eins önnur lönd, en Farice-sæstrengurinn var sem kunnugt er lagður í samstarfi fjarskiptafyrirtækja hér heima og í Færeyjum auk aðkomu ríkisins. Líklegt er að sérstaklega sé horft til samstarfs við Færeyjar, en þar hefur þegar verið ákveðið að ráðast á næsta ári í lagningu nýs sæstrengs til viðbótar við Farice-strenginn. Kjósi stjórnvöld hér að efna til samstarfs við Færeyinga og fá að samnýta þann streng þurfa þau því væntanlega að bregðast skjótt við. Þann streng á að leggja til Skotlands, líkt og Farice-1 strenginn, en stefnt er að því að færeyski strengurinn nýi verði kominn í rekstur í nóvember á næsta ári. Forsvarsmenn upplýsingatæknifyrirtækja hafa bent á nauðsyn þess að hér sé tryggt öryggi gagnaflutninga. Þannig hefur Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, framleiðandi tölvunetleiksins EVE Online, sagt skort á slíkri tengingu hafa verið ráðandi í að allir miðlarar leiksins voru settir upp í lundunum. Í niðurstöðum nefndar forsætisráðherra um alþjóðlega fjármálastarfsemi hér, sem kynnt var í byrjun síðasta mánaðar, er einnig bent á að í greinargerð með tillögu til þingsályktunar um stefnu í fjarskiptamálum 2005-2010 komi fram að „fjarskiptasamband milli Íslands og útlanda sé viðkvæmt fyrir óvæntum áföllum, svo sem bilunum eða skemmdarverkum, og staðan því óásættanleg til lengri tíma litið vegna viðskiptahagsmuna og þjóðaröryggis“. Staðan er sögð geta hamlað því að innlend og erlend fyrirtæki teldu sér fært að ráðast í að byggja hér upp þjónustu sem krefðist öruggrar tengingar við umheiminn. Nefnd forsætisráðherra taldi því mikilvægt að hefja hið fyrsta lagningu á nýjum sæstreng. Ljóst er af viðræðum við þá sem til þekkja að almennt séu menn sammála um nauðsyn þess að leggja nýjan streng og því viðbúið að mjög fljótlega verði tekin ákvörðun um að ráðast í verkið.
Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent