Peningaskápurinn ... 25. nóvember 2006 00:01 ... Stærstu hluthafarnir í HB Granda týna tölunni hver á fætur öðrum. Nú hafa Vátryggingafélag Íslands, Lífís og Samvinnulífeyrissjóðurinn horfið á braut eftir að félögin seldu hlutabréf sín í þessu stærsta útgerðarfélagi landsins, ef mælt er í kvóta. Það þarf ekki mikið hugmyndaflug til þess að giska á hver kaupandi bréfanna hefur verið en Kaupþing hefur átt í margvíslegum viðskiptum við seljendur. Kaupþing fór nýverið yfir þrjátíu prósenta hlut í HB Granda og hefur verið einrátt á kauphliðinni um langa hríð. Ýmsar kenningar hafa verið nefndar fyrir þessum mikla áhuga Kaupþingsmanna á Granda. Sumir telja að Kaupþing vilji skipta félaginu upp, selja frá því kvóta og eignir en forvígismenn bankans hafa ekkert gefið upp um áform sín.Verðbólga í boltanumSýn hefur náð sýningarréttinum á enska boltanum af Skjá einum en ljóst má vera að fjárhæðir sem greiddar eru fyrir þessa vinsælu deildarkeppni hafa hækkað gríðarlega frá undirritun síðasta samnings. Talið er líklegt að Sýn borgi 1.300-1.400 milljónir króna fyrir réttinn, sem gildir til ársins 2010, en stjórnendur 365 segjast hafa tryggt sér nokkra styrktaraðila.Fyrir þremur árum börðust Skjár 1 og og Norðurljós um sýningarréttinn. Sigurður G. Guðjónsson, framkvæmdastjóri Norðurljósa, sagði þá að Norðurljós hefðu boðið 195 milljónir króna fyrir réttinn; 21 prósentum hærri upphæð en þrjú ár áður. Sigurður G. taldi að samkeppnisaðilarnir á Skjánum, sem hrepptu hnossið, hefðu borgað tíu prósentum hærri upphæð; um 220 milljónir króna. Á gráa svæðinu Markaðir Peningaskápurinn Viðskipti Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Stærstu hluthafarnir í HB Granda týna tölunni hver á fætur öðrum. Nú hafa Vátryggingafélag Íslands, Lífís og Samvinnulífeyrissjóðurinn horfið á braut eftir að félögin seldu hlutabréf sín í þessu stærsta útgerðarfélagi landsins, ef mælt er í kvóta. Það þarf ekki mikið hugmyndaflug til þess að giska á hver kaupandi bréfanna hefur verið en Kaupþing hefur átt í margvíslegum viðskiptum við seljendur. Kaupþing fór nýverið yfir þrjátíu prósenta hlut í HB Granda og hefur verið einrátt á kauphliðinni um langa hríð. Ýmsar kenningar hafa verið nefndar fyrir þessum mikla áhuga Kaupþingsmanna á Granda. Sumir telja að Kaupþing vilji skipta félaginu upp, selja frá því kvóta og eignir en forvígismenn bankans hafa ekkert gefið upp um áform sín.Verðbólga í boltanumSýn hefur náð sýningarréttinum á enska boltanum af Skjá einum en ljóst má vera að fjárhæðir sem greiddar eru fyrir þessa vinsælu deildarkeppni hafa hækkað gríðarlega frá undirritun síðasta samnings. Talið er líklegt að Sýn borgi 1.300-1.400 milljónir króna fyrir réttinn, sem gildir til ársins 2010, en stjórnendur 365 segjast hafa tryggt sér nokkra styrktaraðila.Fyrir þremur árum börðust Skjár 1 og og Norðurljós um sýningarréttinn. Sigurður G. Guðjónsson, framkvæmdastjóri Norðurljósa, sagði þá að Norðurljós hefðu boðið 195 milljónir króna fyrir réttinn; 21 prósentum hærri upphæð en þrjú ár áður. Sigurður G. taldi að samkeppnisaðilarnir á Skjánum, sem hrepptu hnossið, hefðu borgað tíu prósentum hærri upphæð; um 220 milljónir króna.
Á gráa svæðinu Markaðir Peningaskápurinn Viðskipti Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira