Auður Lilja Erlingsdóttir: Hæfasti einstaklingurinn kosinn? 16. nóvember 2006 05:00 Kosningabaráttan er hafin og tími prófkjöranna er runninn upp. Sú umræða sem alltaf virðist fylgja prófkjörsbaráttu er á sínum stað. Umræðan um hvort það skipti máli að kjósa konur eða karla eða hvort markmiðið sé einfaldlega að kjósa hæfasta einstaklinginn óháð kyni. Ég undrast alltaf þessa umræðu. Auðvitað eigum við að kjósa hæfasta fólkið eða öllu heldur það fólk sem við teljum hæfast. Satt best að segja þekki ég fáa sem kjósa konur eingöngu vegna þess að þær eru kvenkyns. Hins vegar þekki ég marga sem kjósa konur vegna þess að hlutur kvenna í stjórnmálum er of lítill og vegna þess að konur eiga erfiðara með að komast að í stjórnmálum en karlar. Það sem ég undrast helst er að fólkið sem hefur hæst um að kjósa skuli hæfasta fólkið vill sjaldnast heyra minnst á kynjakvóta eða fléttulista. Fólkið sem segist eingöngu kjósa eftir hæfni einstaklinga hlýtur þá að telja að verri staða kvenna á listum endurspegli það að karlar séu hæfari en konur. Er ekkert athugavert við slíka niðurstöðu? Út frá henni má álykta að konur í Sjálfstæðisflokknum séu sérstaklega óhæfar í samanburði við karlana þar. Kjósendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík settu til dæmis aðeins tvær konur í sæti sem geta talist örugg þingsæti á móti sjö körlum. Yfir þetta er svo reynt að breiða með fyrirsögninni 5 konur í 12 efstu sætunum! Það að stilla konum upp í neðri sæti lista mun ekki leiðrétta hlut kvenna á Alþingi. Þetta sést glögglega á því að í síðustu kosningum var hlutfall kvenkyns frambjóðenda um 42 prósent en hlutfall kvenna sem rataði inn á Alþingi talsvert lægra eða um 30 prósent. Svo lengi sem ekki er gengið út frá þeirri forsendu að konur séu ekki jafn hæfar og karlmenn hljótum við að velta fyrir okkar hvort að það sé ekki eitthvað að kerfinu sem notast er við þegar frambjóðendur eru valdir, þ.e. prófkjörunum, og í raun virðist uppstilling ekkert vera betri hvað þetta varðar. Það er aðeins eitt sem dugar. Það er það að stjórnmálaflokkar taki sér tak og setji reglur til að tryggja jafnt kynjahlutfall á framboðslistum sínum. Ekki eingöngu á neðri hluta framboðslistans, einnig í efstu sæti. Konur eru jafn hæfar körlum og eiga þessa meðferð ekki skilið. Höfundur er formaður Ungra vinstri grænna (UVG). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kosningabaráttan er hafin og tími prófkjöranna er runninn upp. Sú umræða sem alltaf virðist fylgja prófkjörsbaráttu er á sínum stað. Umræðan um hvort það skipti máli að kjósa konur eða karla eða hvort markmiðið sé einfaldlega að kjósa hæfasta einstaklinginn óháð kyni. Ég undrast alltaf þessa umræðu. Auðvitað eigum við að kjósa hæfasta fólkið eða öllu heldur það fólk sem við teljum hæfast. Satt best að segja þekki ég fáa sem kjósa konur eingöngu vegna þess að þær eru kvenkyns. Hins vegar þekki ég marga sem kjósa konur vegna þess að hlutur kvenna í stjórnmálum er of lítill og vegna þess að konur eiga erfiðara með að komast að í stjórnmálum en karlar. Það sem ég undrast helst er að fólkið sem hefur hæst um að kjósa skuli hæfasta fólkið vill sjaldnast heyra minnst á kynjakvóta eða fléttulista. Fólkið sem segist eingöngu kjósa eftir hæfni einstaklinga hlýtur þá að telja að verri staða kvenna á listum endurspegli það að karlar séu hæfari en konur. Er ekkert athugavert við slíka niðurstöðu? Út frá henni má álykta að konur í Sjálfstæðisflokknum séu sérstaklega óhæfar í samanburði við karlana þar. Kjósendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík settu til dæmis aðeins tvær konur í sæti sem geta talist örugg þingsæti á móti sjö körlum. Yfir þetta er svo reynt að breiða með fyrirsögninni 5 konur í 12 efstu sætunum! Það að stilla konum upp í neðri sæti lista mun ekki leiðrétta hlut kvenna á Alþingi. Þetta sést glögglega á því að í síðustu kosningum var hlutfall kvenkyns frambjóðenda um 42 prósent en hlutfall kvenna sem rataði inn á Alþingi talsvert lægra eða um 30 prósent. Svo lengi sem ekki er gengið út frá þeirri forsendu að konur séu ekki jafn hæfar og karlmenn hljótum við að velta fyrir okkar hvort að það sé ekki eitthvað að kerfinu sem notast er við þegar frambjóðendur eru valdir, þ.e. prófkjörunum, og í raun virðist uppstilling ekkert vera betri hvað þetta varðar. Það er aðeins eitt sem dugar. Það er það að stjórnmálaflokkar taki sér tak og setji reglur til að tryggja jafnt kynjahlutfall á framboðslistum sínum. Ekki eingöngu á neðri hluta framboðslistans, einnig í efstu sæti. Konur eru jafn hæfar körlum og eiga þessa meðferð ekki skilið. Höfundur er formaður Ungra vinstri grænna (UVG).
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun