Viðskipti erlent

Gjörbreyting hjá Sterling

mikll bati Sterling skilaði meira en 1,1 milljarðs hagnaði fyrir skatt á þriðja ársfjórðungi.
mikll bati Sterling skilaði meira en 1,1 milljarðs hagnaði fyrir skatt á þriðja ársfjórðungi.

Nærri fimm milljarða króna bati hefur orðið á afkomu norræna lággjaldaflugfélagsins Sterlings, dótturfélags FL Group, fyrir afskriftir á þessu ári samanborið við síðasta ár. Ef einskiptiskostnaður er frátalinn er batinn enn meiri.

Árangurinn er tilkominn vegna mikils aðhalds í kostnaði.

Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) var neikvæður um 877 milljónir króna á fyrstu níu mánuðum ársins en var jákvæður um 1,3 milljarða á þriðja ársfjórðungi.

Miklar árstíðasveiflur eru í rekstri Sterlings. Hagnaður félagsins fyrir skatt á þriðja ársfjórðungi var 1,1 milljarður króna en tapið var 1,4 milljarðar fyrir árið í heild.

Stjórnendur Sterling búast við að félagið verði rekið réttu megin við núllið í ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×