Lífið

Frumbyggjar og landnemar

Garðar Baldvinsson Ræðir um menningarárekstra á Íslandi og í Kanada.
Garðar Baldvinsson Ræðir um menningarárekstra á Íslandi og í Kanada. MYND/Valli

Málþing um kanadíska frumbyggja- og landnemamenningu verður haldið í Salnum í Kópavogi í dag í tilefni af Kanadískri menningarhátíð sem þar stendur yfir. Þar verður fjallað um menningu frumbyggja og landnema í Kanada og samskipti þeirra í fjölda áhugaverðra erinda.

Frummælendur eru Viðar Hreinsson, sem ræðir um hugmyndir Stephans G. Stephanssonar um mannúð og fjölmenningu, Garðar Baldvinsson ræðir um menningarárekstra í Kanada og á Íslandi, Gísli Sigurðsson fjallar um uppvöxt Vilhjálms Stefánssonar landkönnuðar og Ásta Sól Kristjánsdóttir um samskiptahætti gamla og nýja landsins. Sérstakur gestur málþingsins er Björk Bjarnadóttir umhverfisþjóðfræðingur sem mun fræða gesti um hvernig frumbyggjar Kanada og Vestur-Íslendingar unnu saman og samnýttu náttúruauðlindir.

Málþingið fer fram á íslensku og er öllum opið en það er haldið í samstarfi við ReykjavíkurAkademíuna. Fundar­stjóri er Salvör Nordal. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni www.kopavogur.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.