Viðskipti innlent

Peningaskápurinn...

„Íslenska innrásin“ í Independent
„Þeir börðust við okkur um þorskinn og nú eru þeir að taka yfir verslunargöturnar, tónlistarvinsældarlistana, sjónvarpsskjáina og jafnvel fótboltafélögin okkar." Þannig hefst löng og ítarleg grein sem birtist í vefútgáfu The Independent í gær þar sem rakið er hvernig Íslendingar hafa skotið upp kollinum á ýmsum sviðum bresks þjóðlífs á undanförnum árum. Fyrstir til sögunnar eru íslensku auðkýfingarnir nefndir. Fjallað er um kaup Björgólfs Guðmundssonar, undir forystu Eggerts Magnússonar,

og það hvernig mörgum af stærstu nöfnum breskra verslunargata er af Baugsmönnum stjórnað frá Reykjavík. Jákvæðari tónn en víða annars staðarVið lestur greinarinnar er áberandi að tónninn er jákvæðari en í mörgum greinum frænda okkar Dana upp á síðkastið. Knattspyrnumennirnir Eiður Smári Guðjónssen og Hermann Hreiðarsson eru sagðir hafa sýnt Bretum að Íslendingar kunni sitt hvað fyrir sér í fótbolta. „Íspoppinnrásin" í kringum 1990, með Sykurmolana fremsta í fylkingu, er í greininni sögð ógleymanleg og Magnúsi Scheving þakkað að hafa einn síns liðs leyst offituvandamál íslenskra barna í gervi Íþróttaálfsins frá Latabæ. Þá er rætt um sýningu Ólafs Elíassonar í Tate-listasafninu sem dró að heilu hópana af breskum veður- og listaáhugamönnum sem „störðu lotningarfullir á áhrif sólarinnar og mistursins sem hann skapaði".





Fleiri fréttir

Sjá meira


×