Útgefendur saka MySpace um brot 22. nóvember 2006 00:01 Útgáfufyrirtækið Universal Music segir netveituna MySpace brjóta á höfundarrétti. Bandaríska útgáfufyrirtækið Universal Music hefur stefnt netveitunni MySpace.com vegna brota á höfundarréttarlögum. Netveitan býður netverjum upp á að búa til eigin vefsvæði auk þess sem hægt er að leita eftir tónlistar- og myndskrám á netinu, sem þeir geta horft og hlustað á og deilt með öðrum. Universal Music segir að netveitan sé með athæfinu að hvetja netverja til að dreifa efni sín á milli með ólögmætum hætti. Með brotunum hafi rekstraraðilar MySpace hagnast um hundruð milljónir Bandaríkjadala á kostnað tónlistarmanna og annarra höfunda myndefnis. Forsvarsmenn MySpace vísa ásökununum á bug enda hafi verið unnið með útgáfufyrirtækjum til að tryggja rétt tónlistarmanna. Í tilkynningu sem forsvarsmenn MySpace.com sendu frá sér vegna málsins um helgina segir að þótt netveitan veiti netverjum tök á að deila sköpunarverkum sín á milli á netinu þá hvetji það ekki til brota á höfundarrétti sé starfsemi fyrirtækisins innan ramma laganna. Þá setti MySpace upp síu á vef fyrirtækisins, sem koma á í veg fyrir brot á höfundarrétti. Sían kemur í veg fyrir að netverjar geti nálgast efni sem þeir eiga ekki höfundarrétt á eða hafa ekki greitt fyrir. Héðan og þaðan Viðskipti Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandaríska útgáfufyrirtækið Universal Music hefur stefnt netveitunni MySpace.com vegna brota á höfundarréttarlögum. Netveitan býður netverjum upp á að búa til eigin vefsvæði auk þess sem hægt er að leita eftir tónlistar- og myndskrám á netinu, sem þeir geta horft og hlustað á og deilt með öðrum. Universal Music segir að netveitan sé með athæfinu að hvetja netverja til að dreifa efni sín á milli með ólögmætum hætti. Með brotunum hafi rekstraraðilar MySpace hagnast um hundruð milljónir Bandaríkjadala á kostnað tónlistarmanna og annarra höfunda myndefnis. Forsvarsmenn MySpace vísa ásökununum á bug enda hafi verið unnið með útgáfufyrirtækjum til að tryggja rétt tónlistarmanna. Í tilkynningu sem forsvarsmenn MySpace.com sendu frá sér vegna málsins um helgina segir að þótt netveitan veiti netverjum tök á að deila sköpunarverkum sín á milli á netinu þá hvetji það ekki til brota á höfundarrétti sé starfsemi fyrirtækisins innan ramma laganna. Þá setti MySpace upp síu á vef fyrirtækisins, sem koma á í veg fyrir brot á höfundarrétti. Sían kemur í veg fyrir að netverjar geti nálgast efni sem þeir eiga ekki höfundarrétt á eða hafa ekki greitt fyrir.
Héðan og þaðan Viðskipti Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira