Viðskipti erlent

Bílaframleiðendur ræða saman

Alan Mulally, nýráðinn forstjóri Ford, ásamt Bill Ford, fyrrum forstjóra fyrirtækisins.
Alan Mulally, nýráðinn forstjóri Ford, ásamt Bill Ford, fyrrum forstjóra fyrirtækisins. Mynd/AP

Forstjórar bandarísku bílaframleiðendanna General Motors og Ford hafa rætt saman um hugsanlegt samstarf. Frá þessu var fyrst greint í dag en stjórnendur fyrirtækjanna hafa neitað að láta hafa nokkuð eftir sér.

Að sögn vefritsins Automotive News hófust samrunaviðræður í júlí og ágúst í sumar en ekkert framhald hefur verið á þeim.

Bæði fyrirtækin hafa átt við gríðarlegan rekstrarvanda að stríða og hafa bæði fyrirtækin sagt upp fjölda fólks auk þess sem nokkrum verksmiðjum verður lokað á næstu árum.

Samstarf fyrirtækjanna er vandasamt verk og þykja miklar líkur á að ef verður muni samkeppnisyfirvöld vestra skoða málið í þaula.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×