Fótbolti

Við höfum en verk að vinna

Steven Gerrard, leikmaður enska landsliðsins segir að liðið eigi enn verk að vinna ef það ætlar sér lengra á HM. England sigraði sinn riðil og mætir Ekvador á sunnudaginn í 16-liða úrslitum.

 

"Við vissum að við ættum að mæta annað hvort Þýskalandi eða Ekvador. Það skipti samt engu máli hvort liðið það var sem við fengum, þegar þú ert kominn í 16-liða úrslit þá áttu alltaf von á hörkuleik. Það sem var það mikilvægasta var að við unnum riðilinn okkar og við fáum auka dag til að hvílast og fara yfir okkar mál. Við eigum verk að vinna og það er eins gott að við notum tímann vel til að fara yfir okkar mál, því við verðum að gera það ef við ætlum okkur lengra í þessari keppni," sagði Gerrard.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×