EADS kærir dagblaðið Le Monde 29. júní 2006 14:03 Líkan af A380 risaþotu frá Airbus. Mynd/AFP EADS, móðurfélag evrópsku flugvélasmiðjanna Airbus, hefur lagt fram kvörtun vegna leka á upplýsingum til franska dagblaðsins Le Monde þess efnis að stjórn EADS hafi verið kunnugt um tafir á framleiðslu Airbus A380 risaþota mánuði áður en tafirnar voru formlega tilkynntar. Að sögn EADS er hafin rannsókn á því hvernig upplýsingarnar láku til dagblaðsins. Í kvörtuninni koma m.a. fram ásakanir um þjófnað á skjölum úr eigu félagsins og birting á viðkvæmum upplýsingum. EADS og flugvélasmiðjan Airbus hefur verið undir miklum þrýstingi vegna endurtekinna tafa á framleiðslu flugvélanna en nokkrir stórir viðskiptavinir, sem höfðu pantað risaþotur hjá fyrirtækinu, hafa snúið sér annað. Auk þess hefur Noel Forgeard, yfirforstjóri samstæðunnar, verið sakaður um innherjasvik vegna sölu á bréfum sínum í fyrirtækinu skömmu áður en greint var frá fyrstu töfum á framleiðslu A380 risaþotanna í mars hafa hluthafar þrýst á um að honum verði sagt upp störfum. Airbus hefur orðið af gríðarlegum tekjum vegna tafa á framleiðslu A380 risaþotunum og hefur gengi hlutabréfa í fyrirtækinu fallið um 26 prósent frá miðjum mánuðinum. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
EADS, móðurfélag evrópsku flugvélasmiðjanna Airbus, hefur lagt fram kvörtun vegna leka á upplýsingum til franska dagblaðsins Le Monde þess efnis að stjórn EADS hafi verið kunnugt um tafir á framleiðslu Airbus A380 risaþota mánuði áður en tafirnar voru formlega tilkynntar. Að sögn EADS er hafin rannsókn á því hvernig upplýsingarnar láku til dagblaðsins. Í kvörtuninni koma m.a. fram ásakanir um þjófnað á skjölum úr eigu félagsins og birting á viðkvæmum upplýsingum. EADS og flugvélasmiðjan Airbus hefur verið undir miklum þrýstingi vegna endurtekinna tafa á framleiðslu flugvélanna en nokkrir stórir viðskiptavinir, sem höfðu pantað risaþotur hjá fyrirtækinu, hafa snúið sér annað. Auk þess hefur Noel Forgeard, yfirforstjóri samstæðunnar, verið sakaður um innherjasvik vegna sölu á bréfum sínum í fyrirtækinu skömmu áður en greint var frá fyrstu töfum á framleiðslu A380 risaþotanna í mars hafa hluthafar þrýst á um að honum verði sagt upp störfum. Airbus hefur orðið af gríðarlegum tekjum vegna tafa á framleiðslu A380 risaþotunum og hefur gengi hlutabréfa í fyrirtækinu fallið um 26 prósent frá miðjum mánuðinum.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira