Erlent

Svíar vilja utanríkisráðherrann út

Mikill meirihluti Svía vill að utanríkisráðherra landsins, Laila Freivalds, segi af sér embætti. Gagnrýni á sænsku stjórnina hefur aukist verulega, eftir að skýrsla um náttúrhamfarirnar á Indlandshafi um síðustu jól og viðbrögð stjórnvalda fyrstu dagana var birt. Þó bendir ný skoðanakönnun til þess að Göran Persson, forsætisráðherra landsins hafi verið fyrirgefið. En 57% vilja að hann gegni embætti þessu áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×