Innlent

Flýti afgreiðslu háskólafrumvarps

Stúdentafélög Tækniháskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík skora á þingmenn að flýta afgreiðslu frumvarps um niðurfellingu laga um Tækniháskóla Íslands, sem verið hefur til umræðu á Alþingi. Félögin segja frumvarpið forsendu þess að hægt verði að sameina skólana og frestun sameiningar skapi óþolandi óvissu um framtíð 2500 nemenda í skólunum tveimur. Frekari tafir á afgreiðslu málsins sé því engum til hagsbóta, allra síst núverandi nemendum skólanna tveggja.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×