Erlent

Viagra gott við hjartasjúkdómum

Getuleysislyfið Viagra gæti komið að notum í baráttunni gegn hjartasjúkdómum samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Í rannsókninni var virkni Viagra á hjartastarfsemi músa rannsökuð og í ljós kom að hjarta þeirra músa sem fengu lyfið stækkaði síður en hjartað í öðrum músum. Upphaflega var Viagra hannað sem hjartalyf og virðist virkni þess nú að einhverju leyti komin aftur að uppruna sínum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×