Erlent

Vígamenn helsta þolraun Íslams

Ungir menn sem eru lokkaðir til vígaferla eru helsta þolraun Íslams, sagði Sheik Abdul-Aziz al-Sheik, æðsti klerkur Sádi-Arabíu þegar hann ávarpaði hluta þeirra tveggja milljóna múslima sem lögðu leið sína til Arafatsfjalls í Sádi-Arabíu í pílagrímsför við upphaf Hajj trúarhátíðar múslima. Al-Sheik vísaði til ofbeldisverkja al-Kaídahreyfingarinnar og annarra hópa með sömu áherslur. "Hvernig myndir þú mæta Allah? Með blóð sakleysingja á höndum ykkar eða hafandi neitað hjálp?" spurði hann unga múslima.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×