Erlent

Merkel og Schröder brjóta ísinn

Angela Merkel, formaður Kristilegra demókrata í Þýskalandi, og Gerhard Schröder, fráfarandi kanslari úr Jafnaðarmannaflokknum, áttu í gær viðræður um möguleikann á því að stóru flokkarnir tveir gengju til stjórnarmyndunarviðræðna. Þau gera bæði tilkall til þess að leiða næstu ríkisstjórn og þessi árekstur var ekki leystur á þessum fyrsta viðræðufundi þeirra eftir kosningarnar á sunnudag. En þau sömdu um að halda þreifingarviðræðum áfram.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×