Erlent

Aron Pálmi flýgur til Austin

Aron Pálmi Ágústson er nú á leið frá heimabæ sínum Beumont í Texas. Aron hefur reynt síðan í gær að komast burtu vegna fellibylsins Ritu sem er yfirvofandi. Hann fékk fyrst leyfi fyrir nokkrum klukkutímum til þess að fara. Hann er nú á leið í rútu upp á flugvöll en hann mun fljúga til Austin í Texas.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×