Erlent

Mat dreift til allra

Enginn sem komst lífs af eftir hamfarirnar í Asíu mun deyja úr hungri að sögn Jim Morris, yfirmanns matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Hann segir að eftir viku verði búið að dreifa mat til til nánast allra þeirra sem lifðu hamfarirnar af. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, heimsótti Srí Lanka í gær en þar sér matvælastofnunin um 750 þúsund manns fyrir mat. Í Indónesíu brauðfæðir stofnunin 130 til 150 þúsund manns en talið er að sú tala muni hækka í um 400 þúsund á næstu dögum. Staðfest er að meira en 150 þúsund manns hafi látist í kjölfar jarðskjálftanna og flóðbylgjanna sem þeir ollu. Sameinuðu þjóðirnar vara enn við hættunni á því að farsóttir breiðist út.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×