Sport

Kynna Ísland sem æfingavalkost

Forráðamenn knattspyrnudeildar Keflavíkur hefur látið gera DVD-disk til að til að kynna þann valkost fyrir erlendum liðum að æfa og keppa í knattspyrnu á Íslandi yfir vetrarmánuðina. Efni diskins var frumsýnt á Fjörukránni á föstudag. Ásmundur Friðriksson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Keflavíkur, sagði í samtali við Fréttablaðið að aðstaðan á Íslandi væri, með tilkomu knattspyrnuhallanna, orðin frábær og það væri mun gáfulegra fyrir fræg erlend lið að koma til Íslands heldur en að þvælast í fyllerísferðir til Spánar. Keflvíkingar munu með hjálp góðra aðila kynna efnið erlendis og vonast eftir góðum viðtökum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×