KR stal sigrinum 5. maí 2005 00:01 Ekki er hægt að segja annað en að Þróttarar hafi verið miklir klaufar að tapa leiknum því þeir komust í 2-1 þegar 20 mínútur voru eftir af leiknum. En KR-ingar, sem tefldu fram hálfgerðu varaliði í gær, náði með mikilli eljusemi að vinna sig inn í leikinn á ný og sem eins og fyrr segir var það þrumufleygur Sigmundar sem skildi liðin af að lokum. "Ég get ekki verið annað en ánægður með að hafa unnið hér í dag með alla þessa ungu leikmenn í liðinu," sagði Magnús Gylfason, þjálfari KR í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn. Liðið var án 6 fastamanna í leiknum og ekki bætti úr skák að Grétar Hjartarson þurfti að yfirgefa völlinn strax í upphafi, en meiðsli hann reyndust ekki alvarleg. Þá fékk Bjarnólfur Lárusson að líta rauða spjaldið á lokamínútu fyrri hálfleiks ásamt Jensi Sævarssyni hjá Þrótti og því stóð liðið sem KR tefldi fram í síðari hálfeik að miklu leyti af leikmönnum 2. flokks félagsins. Það voru Þróttarar sem voru mun betri aðilinn í leiknum á heildina litið en leikmenn liðsins voru klaufar að nýta sér ekki þau marktækifæri sem þeir fengu í leiknum. "Svona fer ef maður heldur ekki fullri einbeitingu í 90 mínútur," sagði Eysteinn Lárusson, varnarmaður Þróttar í leikslok. "Þetta er hundsvekkjandi því við erum miklu betri stærstan hluta leiksins. En við gleymum okkur tvisvar undir lokin og er refsað," sagði Eysteinn sem fannst úrslitin ósanngjörn. "En þetta sýnir okkur jafnframt að við getum vel staðið í þessum stóru liðum. Við ætlum að standa okkur í sumar og við tökum þá bara í deildinni í sumar," bætti Eysteinn við í léttum tón. Eysteinn átti fínan dag í vörn Þróttar og var besti maður liðsins ásamt Daníeli Hafliðasyni, sem átti skínandi leik á miðjunni, og framherjanum Guðfinni Ómarssyni. Hjá KR var Færeyingurinn Rógvi Jacobsen öflugur í miðverðinum í fjarveru Tryggva Bjarnasonar og þá var Sölvi Davíðsson atkvæðamikill á hægri kantinum. Þá er enn ónefndur vinstri bakvörður KR-inga í gær, Gunnar Kristjánsson. Þar er á ferð 18 ára strákur sem er sóknarmaður að upplagi og er klárlega einn fljótasti leikmaður landsins. Hann átti margar fínar rispur í leiknum í gær og ef eitthvað er að marka frammistöðu hans í gær er þarna á ferð leikmaður sem á eftir að láta mikið að sér kveða í sumar. Íslenski boltinn Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Kauno Zalgiris | Allt jafnt fyrir seinni leikinn KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Hverjar mæta FH í úrslitum? Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sjá meira
Ekki er hægt að segja annað en að Þróttarar hafi verið miklir klaufar að tapa leiknum því þeir komust í 2-1 þegar 20 mínútur voru eftir af leiknum. En KR-ingar, sem tefldu fram hálfgerðu varaliði í gær, náði með mikilli eljusemi að vinna sig inn í leikinn á ný og sem eins og fyrr segir var það þrumufleygur Sigmundar sem skildi liðin af að lokum. "Ég get ekki verið annað en ánægður með að hafa unnið hér í dag með alla þessa ungu leikmenn í liðinu," sagði Magnús Gylfason, þjálfari KR í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn. Liðið var án 6 fastamanna í leiknum og ekki bætti úr skák að Grétar Hjartarson þurfti að yfirgefa völlinn strax í upphafi, en meiðsli hann reyndust ekki alvarleg. Þá fékk Bjarnólfur Lárusson að líta rauða spjaldið á lokamínútu fyrri hálfleiks ásamt Jensi Sævarssyni hjá Þrótti og því stóð liðið sem KR tefldi fram í síðari hálfeik að miklu leyti af leikmönnum 2. flokks félagsins. Það voru Þróttarar sem voru mun betri aðilinn í leiknum á heildina litið en leikmenn liðsins voru klaufar að nýta sér ekki þau marktækifæri sem þeir fengu í leiknum. "Svona fer ef maður heldur ekki fullri einbeitingu í 90 mínútur," sagði Eysteinn Lárusson, varnarmaður Þróttar í leikslok. "Þetta er hundsvekkjandi því við erum miklu betri stærstan hluta leiksins. En við gleymum okkur tvisvar undir lokin og er refsað," sagði Eysteinn sem fannst úrslitin ósanngjörn. "En þetta sýnir okkur jafnframt að við getum vel staðið í þessum stóru liðum. Við ætlum að standa okkur í sumar og við tökum þá bara í deildinni í sumar," bætti Eysteinn við í léttum tón. Eysteinn átti fínan dag í vörn Þróttar og var besti maður liðsins ásamt Daníeli Hafliðasyni, sem átti skínandi leik á miðjunni, og framherjanum Guðfinni Ómarssyni. Hjá KR var Færeyingurinn Rógvi Jacobsen öflugur í miðverðinum í fjarveru Tryggva Bjarnasonar og þá var Sölvi Davíðsson atkvæðamikill á hægri kantinum. Þá er enn ónefndur vinstri bakvörður KR-inga í gær, Gunnar Kristjánsson. Þar er á ferð 18 ára strákur sem er sóknarmaður að upplagi og er klárlega einn fljótasti leikmaður landsins. Hann átti margar fínar rispur í leiknum í gær og ef eitthvað er að marka frammistöðu hans í gær er þarna á ferð leikmaður sem á eftir að láta mikið að sér kveða í sumar.
Íslenski boltinn Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Kauno Zalgiris | Allt jafnt fyrir seinni leikinn KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Hverjar mæta FH í úrslitum? Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sjá meira