Sport

Gunnar skoraði tvö fyrir Halmstad

Knattspyrnumaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson hjá Halmstad í Svíþjóð var á skotskónum í dag, þegar lið hans mætti neðrideildarliðinu Bodens BK í bikarkeppninni. Halmstad vann nauman 3-2 sigur eftir að hafa lent 2-0 undir í leiknum, en það var einmitt Gunnar Heiðar sem jafnaði metin með tveimur mörkum, því síðara sex mínútum fyrir leikslok. Sigurmark Halmstad kom svo þegar á sjöttu mínútu framlengingar. Þetta voru fyrstu mörk Gunnars fyrir lið sitt í bikarkeppninni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×