Skipta Burðarási á milli sín 1. ágúst 2005 00:01 Eignum Burðaráss verður skipt á milli Landsbanka Íslands og Straums fjárfestingarbanka . Unnið var að útfærslu á skiptingunni um helgina og var tillaga um þetta efni lögð fyrir stjórnir félaganna í gærkvöld. Burðarás verður því ekki rekinn áfram í óbreyttri mynd heldur yfirtekur Straumur félagið sem var upphaflega stofnað í janúar 1914. Burðarás er í eigu nítján þúsund hluthafa og skráð í Kauphöll Íslands. Björgólfsfeðgar, sem jafnframt eru ráðandi hluthafar í Landsbankanum, ráða yfir langstærstum hluta í félaginu. Við lok viðskipta í Kauphöllinni á föstudag var markaðsvirði Burðaráss rúmlega 88 milljarðar króna. Þeim milljörðum verður skipt á milli Landsbankans og Straums, en Straumur mun fá meira úr eignasafni Burðaráss samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Er 7,7 prósenta hlutur í Íslandsbanka þar á meðal. Eftir viðskiptin mun Straumur því vera skráður fyrir 28,8 prósenta eignarhlut í Íslandsbanka. Samkvæmt ársreikningi 2004 var eigið fé Burðaráss um síðustu áramót rúmir 45,5 milljarðar króna. Heildarhagnaður í fyrra var 9,3 milljarðar króna en 24,5 milljarðar á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Stærsti hluti hagnaðarins er til kominn vegna sölu Burðaráss á hlut sínum í Eimskip í lok maí fyrir tæpa 22 milljarða króna. Aðrar eignir félagsins eru í sænska fjárfestingarbankanum Carnegie, getrauna- og leikjafyrirtækinu Cherryföretagen, Icelandic Group, Marel, Avion Group og TM Software svo einhverjar séu nefndar. Eins og greint var frá í Markaðinum, viðskiptablaði Fréttablaðsins, í síðustu viku hafa frekari kaup eða yfirtaka á sænska fjárfestingabankanum Carnegie verið undirbúin innan Landsbankans. Burðarás á nú þegar rúm tuttugu prósent í sænska bankanum. Ekki er ólíklegt að þessi uppskipting Burðaráss sé liður í því ferli um leið og fjárhagur Landsbankans styrkist í kjölfar viðskiptanna. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira
Eignum Burðaráss verður skipt á milli Landsbanka Íslands og Straums fjárfestingarbanka . Unnið var að útfærslu á skiptingunni um helgina og var tillaga um þetta efni lögð fyrir stjórnir félaganna í gærkvöld. Burðarás verður því ekki rekinn áfram í óbreyttri mynd heldur yfirtekur Straumur félagið sem var upphaflega stofnað í janúar 1914. Burðarás er í eigu nítján þúsund hluthafa og skráð í Kauphöll Íslands. Björgólfsfeðgar, sem jafnframt eru ráðandi hluthafar í Landsbankanum, ráða yfir langstærstum hluta í félaginu. Við lok viðskipta í Kauphöllinni á föstudag var markaðsvirði Burðaráss rúmlega 88 milljarðar króna. Þeim milljörðum verður skipt á milli Landsbankans og Straums, en Straumur mun fá meira úr eignasafni Burðaráss samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Er 7,7 prósenta hlutur í Íslandsbanka þar á meðal. Eftir viðskiptin mun Straumur því vera skráður fyrir 28,8 prósenta eignarhlut í Íslandsbanka. Samkvæmt ársreikningi 2004 var eigið fé Burðaráss um síðustu áramót rúmir 45,5 milljarðar króna. Heildarhagnaður í fyrra var 9,3 milljarðar króna en 24,5 milljarðar á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Stærsti hluti hagnaðarins er til kominn vegna sölu Burðaráss á hlut sínum í Eimskip í lok maí fyrir tæpa 22 milljarða króna. Aðrar eignir félagsins eru í sænska fjárfestingarbankanum Carnegie, getrauna- og leikjafyrirtækinu Cherryföretagen, Icelandic Group, Marel, Avion Group og TM Software svo einhverjar séu nefndar. Eins og greint var frá í Markaðinum, viðskiptablaði Fréttablaðsins, í síðustu viku hafa frekari kaup eða yfirtaka á sænska fjárfestingabankanum Carnegie verið undirbúin innan Landsbankans. Burðarás á nú þegar rúm tuttugu prósent í sænska bankanum. Ekki er ólíklegt að þessi uppskipting Burðaráss sé liður í því ferli um leið og fjárhagur Landsbankans styrkist í kjölfar viðskiptanna.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira