Innlent

Skaftárhlaup í hægum vexti

Skaftárhlaup er enn í hægum vexti. Rennsli árinnar við Sveinstind klukkan hálffimm í dag var sex hundruð og tuttugu rúmmetrar á sekúndu og hafði það aukist um sjötíu rúmmetra frá því klukkan hálfátta í morgun. Rennslið í vestari kvíslinni, Eldvatni við Ása, hefur ríflega tvöfaldast frá klukkan þrjú í gær og farið úr um 130 sekúndulítrum síðdegis í gær í 310 í dag. Í tilkynningu frá vatnamælingum Orkustofnunar segir að gera megi ráð fyrir að töluverður hluti hlaupvatnsins sem berst í eystri kvíslina renni út í Eldhraun og því hefur rennslið í ánni við Kirkjubæjarklaustur aukist óverulega.
MYND/Stefán



Fleiri fréttir

Sjá meira


×