Sport

Enn einn sigur Vals

Valsmenn unnu Fylki 3-1 í Landsbankadeild karla í kvöld en leiknum var að ljúka á Hlíðarenda. Valsmenn halda því enn í humátt á eftir taplausu toppliði FH sem er efst með 33 stig að loknum 11 umferðum en Valur með 27 stig. Sigþór Júlíusson gulltryggði sigur Valsmanna á 81. mínútu eftir að Björgólfur Takefusa hafði minnkað muninn í 2-1 en hann hrifsaði boltann óvænt af kærulausum Helga Val Daníelssyni og komst einn á móti Bjarna Þórði markverði Fylkis. Garðar Bergmann Gunnlaugsson og Atli Sveinn Þórarinsson höfðu áður skorað og komið Val í 2-0.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×