Sport

Hafþór Ægir á leið til Danmerkur

Hafþór Ægir Vilhjálmsson, leikmaður meistaraflokks ÍA í knattspyrnu, heldur til Danmerkur um næstu helgi og verður þar til reynslu hjá danska úrvalsdeildarliðinu FC Midtjylland. Frammistaða Hafþórs með ÍA í sumar hefur vakið athygli, en þetta er hans fyrsta tímabil með meistaraflokki félagsins. Hafþór leikur oftast vinstra megin á miðjunni, og hefur staðið sig vel í þeirri stöðu í sumar. Hafþór er nítján ára gamall og hefur leikið með ÍA í öllum yngri flokkum. Hann hefur skorað 3 mörk og gefið 2 stoðsendingar með ÍA í Landsbankadeildinni í sumar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×