Erlent

400 slösuðust í jarðskjálfta

Ein kona fórst og að minnsta kosti 400 manns slösuðust í gær í öflugum jarðskjálfta í suðurhluta Japans sem mældist 7,0 á Richter-kvarða. Gat skjálftinn af sér eftirskjálfta sem mældist 4,2 á Richter. Skjálftinn átti upptök sín skammt frá lítilli eyju sem nefnist Genkai og þurfti um helmingur 850 íbúa eyjunnar að yfirgefa heimili sín og fara til nágrannabæjarins Kyushu. Í borginni Fukuoka setti skjálftinn af stað skriður auk þess sem vatns- og gasleiðslur eyðilögðust.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×