Erlent

Sungið gegn almæmi

Leikarinn Will Smith, söngkonan Annie Lennox og hljómsveitin Queen voru á meðal þeirra sem komu fram á góðgerðartónleikum í Suður-Afríku í baráttunni gegn alnæmi. Þetta voru aðrir góðgerðartónleikar Nelsons Mandela á tveimur árum en talið er að um tveir milljarðar manna hafi horft á fyrri tónleikana í sjónvarpi árið 2003. Að sögn Mandela söfnuðust um 93 milljónir króna á tónleikunum í gegnum SMS-textaskilaboð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×