Erlent

Tíu ár frá gasárás

Japanir minntust þess í gær að tíu ár voru liðin frá því að gasárás var gerð á neðanjarðarlestarstöð í Tókýó með þeim afleiðingum að tólf fórust og um 5.000 veiktust. Starfsfólk lestarstöðvarinnar, eftirlifendur árásarinnar og Junichiro Koizumi forsætisráðherra minntust atburðarins við helgidóm í Tókýó. Það voru meðlimir í sértrúarsöfnuðinum Aum Shinrikyo sem framkvæmdu verknaðinn og hafa þrettán þeirra verið dæmdir til dauða vegna árásarinnar og annarra glæpa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×