Erlent

Heimsóttu gröf Arafats

Hópur íslenskra þingmanna heimsótti fyrrum höfuðstöðvar og gröf Jasser Arafat, fyrrverandi leiðtoga Palestínu, í ferð sinni um Ramallah á Vesturbakkanum í gær. "Gröfin var þakin blómum. Hún var mjög virðuleg og hafði yfir sér látlaust yfirbragð," sagði Magnús Þór Hafsteinsson. Þrátt fyrir að einhverjir Palestínumenn hafi notað pálmasunnudaginn í gær til að mótmæla hertöku Ísraela á Vesturbakkanum sagðist Magnús Þór ekkert hafa orðið var við slíkt. "Það var allt með kyrrum kjörum. Palestínumennirnir hafa verið mjög vinsamlegir og vilja allt fyrir okkur gera."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×