Erlent

Bílsprengjutilræði í Katar

Yfirvöld í Katar kenndu í gær egypskum ríkisborgara um bílsprengjutilræði á leikhús í Doha um helgina sem varð einum Breta að bana. Tilræðið var framið aðeins nokkrum dögum eftir að talsmaður Al-Kaída-hryðjuverkanetsins boðaði árásir á vestræn skotmörk á Persaflóasvæðinu, nú er þess er minnst að tvö ár eru liðin frá innrás Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra í Írak. Þrettándanótt Shakespeares var á fjölunum í leikhúsinu, sem er í útlendingahverfi í Doha og er aðallega sótt af fólki frá Vesturlöndum, þegar bíl fylltum sprengiefni var ekið á það á laugardagskvöld, með þeim afleiðingum að einn breskur leikhúsgestur dó, auk tilræðismannsins. Tólf manns særðust. Enginn lýsti ábyrgð á tilræðinu á hendur sér.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×