Innlent

Sjávarútvegsverðlaun til Samherja

Samherji hlaut Íslensku sjávarútvegsverðlaunin 2005 fyrir framúrskarandi fiskvinnslu, en verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Gerðarsafni í gær, tengslum við Íslensku sjávarútvegssýninguna sem nú stendur yfir í Kópavogi. Það var fiskvinnsla Samherja í Dalvíkurbyggð sem hlaut verðlaunin og tók Gestur Geirsson, framkvæmdastjóri landvinnslu Samherja, við þeim fyrir hönd félagsins. Gestur sagði þau mikinn heiður fyrir Samherja og undirstrikaði að árangurinn mætti fyrst og fremst þakka frábæru starfsfólki félagsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×