Erlent

Vilja banna blótsyrðin

Munnsöfnuður enskra knattspyrnumanna þykir svo ljótur að uppeldisfrömuðir vilja láta banna útsendingar frá knattspyrnuleikjum á þeim tímum sem börn eru að horfa á sjónvarp svo að þau læri ekki blótsyrðin af fyrirmyndum sínum. Varaformaður samtaka skólastjóra í Englandi lét þessa skoðun í ljós um helgina í kjölfar frétta um að Wayne Rooney, 19 ára gamall framherji Manchester United, hefði í leik gegn Arsenal rutt úr sér tíu óprenthæfum skammaryrðum á einni mínútu þegar hann lét dómara leiksins heyra það frammi fyrir sjónvarpsmyndavélum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×