Erlent

Sextíu börn í gámi

Rúmlega sextíu börn á aldrinum 5-14 ára fundust í gámi í Lagos, stærstu borg Nígeríu, í gær. Grunur leikur á að þau hafi átt að selja í þrældóm en barnaþrælkun er landlæg í Afríku eins og svo víða annars staðar í heiminum. Talið er að 200.000 börn séu árlega hneppt í þrælkun í álfunni. Lögreglan í Lagos handtók konu sem talin er viðriðin málið. Hún starfar fyrir munaðarleysingjahæli í borginni en þar fundust á dögunum tíu unglingsstúlkur sem þar var haldið gegn vilja þeirra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×